Ef einhver í fjölskyldunni er þegar með Spotify-reikning getur viðkomandi skipt yfir í Family og haft áfram aðgang að eftirfarandi efni:
Skráðu þig eða skráðu þig inn með núverandi reikningnum þínum.
Bjóddu fjölskyldumeðlimum sem þú býrð með í Premium.
Fjölskyldumeðlimir samþykkja boðið heima, staðfesta heimilisfang sitt og þá er allt komið – þið eruð hluti af fjölskyldunni. *
* Meðlimir Family-áskriftar verða að hafa sama heimilisfang til að tengjast Premium Family.
Hver fjölskyldumeðlimur sem fær boð í Premium Family fær sinn eigin Premium-reikning svo allir geta spilað sína tónlist hvenær sem er. Engin þörf er á að samnýta innskráningarupplýsingar eða finna tíma þar sem hver og einn getur notað Spotify. Þar sem reikningarnir eru aðskildir færðu tillögur að tónlist sem sérsniðnar eru að þínum smekk.
Þú getur uppfært Premium-reikninginn þinn í Family og haldið allri tónlistinni sem þú hefur vistað, spilunarlistunum og tillögunum þínum.
Sá eða sú sem kaupir Family fær sendan einn reikning að upphæð 19,99 EUR í hverjum mánuði.
Þú getur hlustað á Spotify hvar sem er og í hvaða tæki sem er.