Öryggis- og persónuverndarmiðstöð

Aðgerðir gegn efni

Hvaða aðgerða er hægt að grípa til varðandi efni?

Spotify getur gripið til ýmissa aðgerða varðandi efni sem brýtur gegn kerfisreglunum, gildandi lögum eða sem kann að innihalda viðkvæm umfjöllunarefni. Þessar aðgerðir fela í sér að fjarlægja efni, takmarka sýnileika efnis, takmarka getuna til að afla tekna af efni og/eða að merkja efni með efnisráðgjafarmerki.

Við tökum ýmsa þætti með í reikninginn við ákvörðun aðgerða. Samhengið á bakvið tiltekna umfjöllunaefnið eða málefnið sem um ræðir og alvarleiki og/eða tíðni brota sem upp koma eru t.d. þættir sem horft er til við yfirferðarferlið. Við notum ýmsar greiningaraðferðir, bæði með reikniriti og handvirkt, til að bera kennsl á efni sem gæti þurft að grípa til aðgerða vegna, þar á meðal tilkynningar frá notendum. Öll misnotkun á ferlum okkar, þar á meðal endurtekin tilkynning á sama efni eða notanda, gæti takmarkað möguleika þína á frekari innsendingum.

Fjarlægja efni

Ef efni brýtur gegn kerfisreglum okkar gæti það verið fjarlægt af Spotify.

Fjarlægja reikning

Endurtekin eða svívirðileg brot gegn reglum kerfisins geta leitt til þess að reikningi verði lokað tímabundið eða honum eytt. Athugaðu að þetta nær hugsanlega einnig til allra tengdra Spotify-reikninga sem höfundur kann að eiga.

Takmarka sýnileika efnis

Þegar efni er á mörkum þess að vera fjarlægt samkvæmt kerfisreglunum en er þó ekki fjarlægt kunnum við að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu þess. Efnið verður áfram tiltækt á Spotify en hugsanlega verður það:

  • ekki gjaldgengt til kynningar innan kerfis;
  • með minni sýnileika í „mælt með“;
  • neðar í leitarniðurstöðum; og/eða
  • útilokað frá tilteknum vörueiginleikum Spotify.

Á tímum þegar áhætta er meiri er oft meiri hætta á skaðlegu efni á netinu, t.d. í aðdraganda kosninga, þegar átök standa yfir eða ef fjöldaslys verður. Til að bregðast við þessu gæti Spotify gripið til viðbótaráðstafana meðan á þessum atburðum stendur, til dæmis með því að takmarka útbreiðslu ákveðinna gerða af efni og/eða leggja áherslu á viðeigandi og traustar heimildir.

Spotify takmarkar tekjuöflun efnis

Ekki er hægt að afla tekna af öllu efni á Spotify. Auk þess að þurfa að fylgja kerfisreglunum verður efni sem þú vilt afla tekna af yfirfarið með tilliti til reglna okkar um tekjuöflun.

Efnisráðgjöf höfð með

Þegar þörf gæti verið á auknu samhengi um tiltekið umfjöllunarefni er hægt að bæta við efnisráðgjafarmerki með viðeigandi upplýsingum og/eða veita notendum tengla á viðeigandi og traust gögn.

Takmörkun á efni í tilteknu landi eða svæði

Spotify er alþjóðlegt samfélag og virðir lög þeirra landa sem við störfum í. Notendur verða að fylgja gildandi lögum og reglugerðum. Efni sem brýtur ekki gegn kerfisreglum okkar gæti samt sem áður verið takmarkað í tilteknum löndum eða svæðum þar sem efnið hefur reynst brjóta gegn staðbundnum lögum.

Áfrýjanir

Við vinnum að því að auka áfrýjunarmöguleika, sem eru mismunandi á hverjum stað.

Ef þú býrð innan Evrópusambandsins og þú ert ekki sammála þeim aðgerðum sem gripið var til vegna efnis þíns eða tilkynningar skaltu fylgja leiðbeiningum um næstu skref í tilkynningunni sem Spotify sendi þér.