Öryggis- og persónuverndarmiðstöð

Nálgun okkar gagnvart ofbeldisfullri öfgahyggju

Spotify vill veita listamönnum tækifæri til að lifa af list sinni og enn fleiri aðdáendum færi á að njóta afraksturs sköpunargáfu þeirra. Til að styðja við þá viðleiti vinna teymi okkar um allan heim myrkranna á milli til að tryggja örugga og ánægjulega upplifun fyrir höfunda, hlustendur og auglýsendur.

Stærstum hluta hlustunartímans á Spotify er eytt í leyfisvarið efni. Helsta forgangsatriði okkar er að leyfa samfélagi okkar að tengjast beint við tónlistina, hlaðvörpin og hljóðbækurnar sem það elskar, óháð því hver bjó til efnið. Hins vegar höfum við sett ákveðnar reglur um efnið sem við miðlum.

Spotify leggur blátt bann við efni sem hvetur til hryðjuverka eða ofbeldisfullrar öfgahyggju og grípur til aðgerða gegn efni sem brýtur gegnkerfisreglum okkar eða lögum.

Þegar kemur að ofbeldisfullri öfgahyggju yfirförum við vandlega hegðun aðila í kerfinu og utan þess, þar á meðal (en ekki takmarkað við) ofbeldisfulla hegðun og hvatningu til ofbeldis. Við vinnum náið með þriðju aðilum með sérþekkingu í öfgahyggju til að tryggja að við getum tekið upplýstar ákvarðanir í þessum ferlum með tilliti til staðbundinna, svæðisbundinna og menningartengdra þátta.

Við tökum á hugsanlega ofbeldisfullu öfgaefni með mörgum reglum sem fela meðal annars í sér, en takmarkast ekki við:

  • Reglur okkar um hatursorðræðu banna efni sem hvetur með beinum hætti til ofbeldis eða haturs gegn fólki byggt á eiginleikum á borð við kynþátt, kyn, þjóðerni eða kynhneigð.
  • Í reglum okkar um hættulegt efni kemur skýrt fram að efni sem hvetur til eða styður hryðjuverk eða ofbeldisfulla öfgahyggju er stranglega bannað í Spotify-kerfinu.

Við greinum og tökum efni sem kann að vera brotlegt til yfirferðar með því að nota fyrirbyggjandi eftirlitsaðferðir ásamt sérþekkingu okkar og tilkynningum frá notendum. Við notum einnig upplýsingar frá alþjóðlegum sérfræðingum þriðju aðila til að fylgjast með nýrri leitni og tryggja að við gerum stöðugar endurbætur á nálgun okkar.

Við gætum gripið til ýmissa aðgerða við framfylgd okkar, þar á meðal að fjarlægja efni eða höfundinn, takmarka dreifingu og/eða fjarlægja tekjuöflun. Við ákvörðun á því til hvaða aðgerða við ættum að grípa tökum við tillit til þeirrar hugsanlegu áhættu að efnið gæti valdið skaða í raunheiminum. Aðrir þættir geta meðal annars verið:

  • Hefur efnið svæðisbundið samhengi eða blæbrigði?
  • Gæti þetta efni aukið hættuna á skaða í raunheiminum?
  • Hvert er eðli efnisins (t.d. er þetta fréttaefni eða heimildamynd? Gamanmynd eða háðsádeila?)
  • Ræðir mælandinn um sínar persónulegu upplifanir?

Þegar notendur leita að ofbeldisfullu og öfgakenndu efni er auk þess hugsanlegt að þeim verði beint á úrræði sem veita stuðning fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af efni sem ýtir undir öfgakenndar skoðanir. Þetta efni var búið til í samstarfi við utanaðkomandi sérfræðinga, þar á meðal Spotify Safety Advisory Council, og hvetur notendur til að líta gagnrýnum augum á efni sem þeir skoða.

Þetta er flókið svið með ýmsum blæbrigðum sem er í stöðugri þróun. Við erum staðráðin í að uppfæra og bæta nálgun okkar til að halda ofbeldisfullum öfgahópum frá kerfinu okkar. Þú getur lesið meira um öryggisaðgerðir okkar hér.